Námskeið í boði erlendis

Við hjá Leikur að læra höfum fengið frábærar viðtökur
við endurmenntunarferðum okkar og þá ekki síst vegna
þeirra frábæru námskeiða sem við höfum upp á að bjóða. 
Starfsfólk á öllum skólastigum lærir heilmargt á námskeiðum
okkar og er ekki síður lögð áhersla á skemmtanagildið en
að víkka sjóndeildarhring þátttakenda.

Öll námskeiðin eru kennd bæði á Alicante og í Berlín nema 
Einu sinni var og Hópefli og tilfinningagreind sem eru aðeins á Alicante.

 

Stina web  

Leikur að læra, grunnnámskeið
Umsjón: Kristín Einarsdóttir, íþrótta- og grunnskólakennari

Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum 
2 til 12 ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leik, hreyfingu 
og skynjun á markvissan, faglegan og skipulagðan hátt. 
Á námskeiðinu eru kenndir margir leikir og unnið með margar 
hugmyndir sem hægt er að nýta sér strax í skólastarfinu.

 

Johann web  

Gagnrýnin hugsun 
og heimspekilegar samræður í skólastarfi
Umsjón: Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari

Gagnrýnin hugsun felst fyrst og fremst í því að trúa ekki 
öllu því sem maður upplifir án þess að skoða nánar hvað 
í því felst. Að þjálfa gagnrýna hugsun er mikilvægur lærdómur 
sem nýtist nemendum okkar mjög vel til dæmis í hröðum heimi 
Internetsins þar sem nauðsynlegt er að vera læs og gagrýninn.
Á þessu skemmtilega og hagnýta námskeiði eru grunnþættir 
gagnrýninnar hugsunar kynntir en þeir eru að skynja, undrast 
og efast, að spyrja, að mynda sér skoðun og að rökræða og 
rökstyðja. Kennarar læra skemmtilegar leiðir til að auka gæði 
spurninga í skólastarfi sem fá nemendur til að hugsa og svara 
á gagnrýnan hátt. Þátttakendur á námskeiðinu fá tækifæri til 
að skoða ýmis mál úr hversdaglegum veruleika, mynda sér 
skoðun og rökræða við aðra þátttakendur. Námskeiðið er góður 
undirbúningur til þess að innleiða frekari samræðu í skólastarf 
og efla gagnrýna hugsun nemenda.

 

  Bryndi passi web
Núvitund í lífi og starfi
Umsjón: Bryndís Jóna Jónsdóttir 
Nútvitundarkennari , náms-og starfsráðgjafi,  MA dipl í jákv. sálfr.

Núvitundarþjálfun (mindfulness) hjálpar okkur að öðlast almennavellíðan, jafnvægi og hugarró. Hún felur í sér að læra að staldra viðhér og nú“ og taka eftir því sem er að gerast innra með okkur og íkringum okkur án þess að dæma. Með núvitundarþjálfun eigum við
auðveldara með að takast á við verkefni, samskipti og áskoranirdaglegs lífs og njóta betur líðandi stundar, hvort sem við erum börn,unglingar eða fullorðnir. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á hagnýtar æfingar í bland við fræðslu um hvað felst í núvitund.  Auk þess er komið inná hvernig vinna megi með núvitund með börnum og unglingum og æfingum fléttað inn fyrir ólíka aldurshópa.  Lengd 4 klst.

 

Bjarndis web 
Snjalltæki í skólastarfi
Umsjón: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir,
verkefnastjóri kennslumiðstöðvar HÍ og UT torgs

Á námskeiðinu verða kynntar fjölbreyttar aðferðir til að nýta snjalltæki
í skólastarfi. Kynnt verða nokkur smáforrit sem hafa reynst vel og lögð
verða verkefni fyrir þátttakendur. Af mörgu er að taka og geta skólar/hópar
valið áherslur og hvaða smáforrit verða þeim kynnt. Hver skóli getur valið
tvær áherslur og 4-6 smáforrit. Listi yfir áherslur og smáforrit er sendur
á hópana þegar nær dregur þeirra ferð. Námskeiðið stendur yfir í 4 klst og
gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með eigin spjaldtölvur/síma til að
vinna á og hafi sótt þau smáforrit sem unnið verður með.

 

 

Hópefli og tilfinningagreind

Umsjón: Laura López Martínez,
sérfræðingur í tilfinningagreind og jákvæðri sálfræði

Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig við getum lært að átta okkur á
tilfinningum og hvaða áhrif þær hafa á ákvarðanir. Leitast er við að svara
spurningum á borð við;  hvað eru
tilfinningar? Hvernig nýtast þær okkur?
Hvaðan koma þær? Með því að leitast við að svara þessum spurningum
lærum við að skilja samband á milli hugsana og tilfinninga og kynnumst
aðferðum til að beina þeim í réttan farveg. Námskeiðið er
byggt upp á
skemmtilegan og lifandi hátt í gegnum leik, tónlist og líkamlega tjáningu
og hentar bæði sem hópefli og fyrir einstaklinga.

 

Einu sinni var
Umsjón: Sara Jane Anthony, kennslufræðingur

Í okkur öllum býr sögumaður enda má segja að sagnahefðin sé ein elsta
kennsluaðferðin sem til er. Á þessu námskeið er farið í gegnum margar
aðferðir sem taka til skynfæranna og auka áhuga barna á sögum og hvernig
við getum nýtt þær í stærðfræði- og móðurmálskennslu. Farið er óhefðbundnar
leiðir á námskeiðinu og búa þátttakendur til sinn eigin leir, með mismunandi lykt
og áferð, og læra hvernig má nota leir sem öflugt kennslutæki.
Aðferðirnar sem kenndar eru á námskeiðinu eru eitthvað sem allir, bæði nemendur
og kennarar, ættu að prófa.

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: