Skólastofuleikfimi

Skólastofuleikfimin saman stendur af skemmtilegum æfingum sem eru útskýrðar á einfaldan hátt við undirleik hvetjandi tónlistar. Hver æfingaáætlun er um fimm mínútur, byggð upp á markvissan hátt og leitast við að mæta helstu áhersluþáttum svo sem þoli, styrk, liðleik og slökun. Æfingaáætlanirnar eru misþungar svo þær hæfi sem best miðað við aldur. Tekið er mið af rýminu í skólastofu og æfingar settar saman þannig að þær taki sem minnst pláss. Þetta námsefni hefur verið notað í um 20 ár með góðum árangri – bæði kennurum og börnum til ánægju! 

 

Smelltu hér fyrir neðan og leyfðu nemendum þínum að prófa skólastofuleikfimina

Athugið að skólastofuleikfimin byggir á hljóðrænum fyrirmælum, ekki myndrænum

 

Skólastofleikfimi

 

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: