Hreyfing og nám leikskólabarna. Ráðstefna á vegum LAL 20.okt

Leikur að læra kynnir ráðstefnuna.
HREYFING OG NÁM LEIKSKÓLABARNA
Ráðstefna fyrir fagfólk sem fylgist með!!

Faglegar og fræðandi málstofur og fyrirlestrar um það hvernig hægt er að samþætta hreyfingu við nám leikskólabarna á faglegan og markvissan hátt. Skólaárið 2017-2018 er tileinkað hreyfingu hjá Leikur að læra. Við viljum hlúa að heilsueflingu starfsfólks í víðasta skilningi og sýna þátttakendum hvernig starfsfólk getur hlaðið batteríin á vinnutíma í starfi með börnum. Mikið af leikjum og ráðum sem hægt er að nýta sé strax í kennslu með börnum og eigin uppbyggingu.
Síðast komust færri að en vildu, skráðu þig strax.

 

Málstofur: MG 0134- Byrgjum brunninn áður en kennarinn brennur yfir!    MG 0011

- Leikur að læra - nám í gegnum leik og hreyfingu

- Hreyfing barna i litlu rými og samverukrók

 MG 0056

 

- Hreyfing og áhrif á heilastarfsemi barna

 


- Kynning á kennslugögnum frá ABC skólavörur

 

Hvenær: Föstudaginn 20.október 2017kl.12:30-17:00
Staðsetning: Hótel Natura
 MG 0074 MG 0080


Verð: 9900.- (Veitingar og 

happdrætti innifalið)

 

Nánari upplýsingar og skráning.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 8990768 FB. Leikur að læra.

www.leikuradlaera.is

 MG 0089

 MG 0114

VINÁTTA-SKÖPUN-ENDURNÝTING

Kaffihylkjahálsmen 2Falleg saga frá skólaheimsókn í Alicante.

Í apríl í fyrra kom Helga Guðlaug, heimilisfræðikennari í Öldutúnsskóla með Leikur að læra í endurmenntunarferð til Alicante.  Ásamt hóp af kennurum skoðaði hún skóla sem heitir Gloria Fuertes og er í fátækasta hverfi Alicante.  Nemendur eru af mörgum þjóðernum og með mjög misjafnan bakgrunn bæði i námi og heimilisaðstæðum.  Allir nemendur fá að borða í skólanum eina máltíð á dag þó svo að foreldrar hafi ekki greitt fyrir matinn.  Í skólanum er líka leikfanga- og fatabanki sem foreldrar hafa aðgang að svo að allir eru snyrtilegir til fara í skólanum.   Gloria Fuertes er með sérdeild með börnum og fullorðnum einstaklingum með mikil frávik.  Skólastjórinn, Emilio sem ekki talar orð í ensku talar bæði táknmál og snertitáknmál.  Hann ásamt líflegum túlki heilluðu gesti upp úr skónum og gerðu skólaheimsóknina fræðandi og skemmtilega.  

Mikilvægi mismunandi ferðamáta

Leikur að læra skiptir áherslum sínum í tvo meginþætti, vitsmunalega og líkamlega.  Vitsmunalegi þátturinn ákvarðast af þeim námsmarkmiðum sem kennarinn er að kenna og eru leiðarljós hans í kennslustundinni. Hins vegar er það líkamlegi þátturinn sem eru þær mismunandi hreyfingar sem nemendur gera til að ferðast á milli í leikjum.  

Þessa hreyfimáta köllum við FERÐAMÁTA.

 DSC2438

 Mismunandi ferðamátar. Mikilvægt er að kennarar noti mismunandi ferðamáta í kennslunni til að nemendur fái sem fjölbreyttasta líkamlega þjálfun.  Þegar talað er um líkamsþjálfun hjá fullorðnum er oftast  talað um að þjálfa, styrk, þol og liðleika. Hjá ungum börnum er samhæfing einn mikilvægasti þátturinn sem þarf að þjálfa í hreyfifærni og hafa margar rannsóknir sýnt bein tengsl á milli góðrar samhæfingar og árangurs í námi.  Fjölbreyttir  ferðamátar gera leikinn einnig skemmtilegri og árangursríkari.

  

 DSC1752

Kennarinn þarf að vera meðvitaður um það á hvern hátt hann lætur nemendur sína hreyfa sig og fylgjast með þeim og leiðbeina. Nemandi sem er með betri færni í að hoppa á öðrum fætinum en hinum þarf að æfa lakari fótinn meira þó að það sé honum tamara að hoppa á þeim betri. Sprellikalla hoppið sívinsæla er frábær ferðamáti því hann reynir á samhæfingu alls líkamans.  Þar þarf kennarinn að fylgjast vel með því hvort að nemendur séu ekki örugglega með fætur í sundur á sama tíma og þeir eru með hendur út frá líkamanum eða alveg upp í loft,  annars er það ekki "sprelló".  

Við val á ferðamátum þarf að huga að því rými sem kennarinn hefur til umráða, aldri og fjölda barna.  Meginreglan er sú að því nær gólfinu sem börnin hreyfa sig því hægar fara þau um.  Þannig að með mörg börn i litlu rými notum við ferðamáta þar sem nemendur eru nær gólfinu.   Ef við höfum nóg pláss og viljum láta nemendur fá mikla útrás þá getum við látið þau hlaupa um að vild.              

Mismunandi ferðmátar stuðla að góðri líkamsmeðvitund hjá börnum.  Líkamsmeðvitund er mikilvæg, hún hefur m.a. áhrif á það hvernig við berum okkur.  Börn á yngsta stigi grunnskóla sem ekki toga upp um sig buxurnar þegar þær síga niður, eru með hor niður í munn eru dæmi um börn sem ekki eru með góða líkamsmeðvitund.   Þessi börn eru oft líka með lélegan líkamsburð og átta sig ekki alveg á muninum á spenntum og slökum líkama.  Þarna eru mismunandi ferðamátar mikilvægir til að æfa mun á slökum og spenntum líkama.

 MG 0475

Kynbundin hreyfigeta er einnig eitt sem þarf að hafa í huga.  Þó að kynin fæðist með sömu hreyfihæfileika þá valda umhverfisáhrif því að stelpur verða oft leiknari í leikjum sem krefjast samhæfingar.  Til dæmis klappleikir sem tveir taka þátt í og klappa saman höndum á móti hvort öðru.  Strákar velja ofar boltaleiki og verða því leiknari við að kasta, grípa og sparka bolta. Kennarinn þarf að hafa þessa kynbundnu hreyfigetu í huga við val á ferðamátum.

Leiðsögn kennarans og þekking hans á hreyfingum nemendanna gegnir lykilhlutverki í því að bæta hreyfifærni.

Leikur að læra - menntar heiminn á hreyfingu!

 

 

 

 

 

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: