VINÁTTA-SKÖPUN-ENDURNÝTING

Kaffihylkjahálsmen 2Falleg saga frá skólaheimsókn í Alicante.

Í apríl í fyrra kom Helga Guðlaug, heimilisfræðikennari í Öldutúnsskóla með Leikur að læra í endurmenntunarferð til Alicante.  Ásamt hóp af kennurum skoðaði hún skóla sem heitir Gloria Fuertes og er í fátækasta hverfi Alicante.  Nemendur eru af mörgum þjóðernum og með mjög misjafnan bakgrunn bæði i námi og heimilisaðstæðum.  Allir nemendur fá að borða í skólanum eina máltíð á dag þó svo að foreldrar hafi ekki greitt fyrir matinn.  Í skólanum er líka leikfanga- og fatabanki sem foreldrar hafa aðgang að svo að allir eru snyrtilegir til fara í skólanum.   Gloria Fuertes er með sérdeild með börnum og fullorðnum einstaklingum með mikil frávik.  Skólastjórinn, Emilio sem ekki talar orð í ensku talar bæði táknmál og snertitáknmál.  Hann ásamt líflegum túlki heilluðu gesti upp úr skónum og gerðu skólaheimsóknina fræðandi og skemmtilega.  

Skólaheimsóknin snerti mjög við Helgu og fór hún strax að spá í það hvernig hún gæti orðið að liði við að hjálpa skólanum.  Í heimsókninni sá hún  listaverk og hálsmen búin til úr kaffihylkjum og kviknaði þá hugmyndin af verkefni sem hún kallar „Kaffihylkjahálsmenin“.   Þegar heim var komið hóf Helga samvinnu við nemendur og starfsfólk Öldutúnsskóla við að búa til og selja þessi fallegu hálsmen gerð úr endurnýtanlegu efni þ.e. tómum kaffihylkjum, leðurafgöngum og skarti. Kolbrún myndmenntakennari í Öldutúnsskóla hefur leitt verkefnið í vetur og hefur það hlotið yfirskriftina, VINÁTTA – SKÖPUN – ENDURNÝTING.

Nemendur á leikskólanum Hagaborg hafa undir stjórn Maríu Steindórsdóttur einnig verið að búa til Kaffihylkjahálsmen fyrir foreldra og til að selja.

Ágóðinn af sölunni verður gefinn til Gloria Fuerta í vor. 

Hægt er að leggja málefninu lið og kaupa falleg Kaffihylkjahálsmen á 1000 kr. í versluninni Kailash, Strandgötu 11,   Hafnarfirði.

 

Kaffihylkjahálsmen 3Kaffihylkjahálsmen

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: