Fræðin

Fjölbreyttar kennsluaðferðir
Flestir kennarar eru sammála um að fjölbreyttar kennsluaðferðir sé lykillinn að góðum árangri í starfi. Í almennum hluta Aðalnámskrá grunn- og leikskóla sem gefin var út 2011, er mikið talað um fjölbreytni í vinnubrögðum og kennsluaðferðum og að það sé fagleg ábyrgð kennara að velja árangursríkustu leiðina til að ná sem bestum árangri í samræmi við þau hæfniviðmið sem stefnt er að hverju sinni. Því ber að skapa nemendum fjölbreyttar námsaðstæður.

„Leikur að læra“ kemur því mjög sterkt inn sem lifandi og skemmtileg kennsluaðferð þar sem öll börn geta notið sín.

Barnið í forgrunni
Með kennsluaðferðinni Leikur að læra” læra og upplifa nemendur námsefnið í gegnum hreyfingu og mismunandi skynfæri. Börnin eru alltaf í forgrunni en kennarinn, aðrir uppalendur og umhverfið spila stóran þátt í að hvetja nemendur, búa þeim umhverfi og umgjörð sem hvetur til náms út frá þroska, styrkleikum og áhuga hvers og eins. Markmiðið með Leikur að læra" er að kveikja áhuga nemenda á hinum ýmsu námsgreinum því það er okkar trú að leti sé ekki til heldur sé leti áhugaleysi! Því er mikið unnið ef hægt er að kveikja áhuga nemenda. 

Líffræðileg áhrif náms og hreyfingar
Eins og við vitum er hreyfing manninum eðlislæg og öll skynhreyfireynsla eykur varðveislu þekkingar. Hreyfing hefur einnig áhrif á hæfileika til að varðveita nýja þekkingu eða kunnáttu og endurkalla hana. Einhæf og fljótlærð viðfangsefni virðast hafa lítil langtímaáhrif á meðan reynsla sem af skynjuninni hlýst, í samvinnu við umhverfið, hjálpar heilanum að mynda ný taugamót. Frá þeim myndast nýjar brautir um heilann sem ná að virkja óvirkar stöðvar sem þar eru til staðar (Bransford, Brown og Cocking, 2000).

Auk þess hafa heilarannsóknir sýnt fram á að hreyfing veldur ýmsum efnahvörfum í heilanum þ.a.m. myndast efnið acetylocholine sem talið er auka leiðni taugaboða eða leiða til myndunnar nýrra taugafruma (Bransford, Brown og Cocking, 2000; Field og McManes, 2006)

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: