Skip to main content

Jón Arnar Ólafsson

Jón Arnar Ólafsson  byrjaði að vinna á leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík og færði sig svo yfir á  Austurborg haustið 2015.

Honum líkaði kennarastarfið svo vel að hann byrjaði í leikskólakennaranámi í HÍ haustið 2018. Jón kynntist Leikur að læra í námsferð til Boston og svo þegar að leikskólinn fór í innleiðingu 2016.

Jón var mjög fljótur að tileinka sér aðferðarfræðina og hefur unnið með hana með þremur elstu árgöngunum í leikskólanum. Hann notar leiki af síðunni en hefur einnig verið mjög hugmyndaríkur og búið til marga nýja leiki og nokkrir þeirra eru á heimasíðunni.

Hérna má sjá kynningu á Jóni og skemmtilegan leik sem hann kennir okkur. Á innri vef Leikur að læra eru fleiri skemmtilegir leikir eftir Jón og hans samstarfskennara.