Skip to main content

Spennandi námskeið og ráðstefna um útikennslu 2-10 ára barna. 11.október 2019.

Leikur að læra ráðstefnan verður einstaklega spennandi þetta árið og er helguð útikennslu.  Hún  verður haldin í yndislegu umhverfi  Garðyrkjuskólans í Hveragerði þar sem notaleg inni og útisvæði skólans verða nýtt fyrir málstofur.  Innlendir og erlendir kennarar fræða okkur um  útinám barna í gegnum leik og hreyfingu  sem verður speglað í umhverfisvernd, endurvinnslu, núvitund og fleira. Alltaf með snertifleti við námsmarkmið þarfir leikskólabarna og Aðalnámskrá. Ráðstefnan er ætluð öllum kennurum 2 – 10 ára barna og starfsfólki leikskóla.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Ráðstefnan verður frá klukkan 10:00 til 15:00.

Verð:

Almennt verð fyrir einstaklinga: 14.500.-

Forskráningarverð fyrir einstaklinga, fyrir 1.september: 12.500.-

Verð fyrir hópa, 15 og fleiri: 9900.-

Matur innifalinn í verði.

Nánari upplýsingar og skráning: kristin@lal.is eða í síma: 8990768

Fyrri ráðstefnur!

Leikur að læra ráðstefnan eða Leikur að læra dagurinn er haldin á hverju hausti.  Þar hittast kennarar og starfsfólk í Leikur að læra skólum, skiptast á hugmynum og fá upplýsingar um það nýjasta sem er að gerast hjá Leikur að læra! Ráðstefnan er fagleg og hagnýt.  Allir mæta aftur til starfa með nýjar eða endurnýjaðar hugmyndir í farteskinu.  Eins og við segjum í Leikur að læra þá er ekkert nýtt undir sólinni! Gömul hugmynd frá einum kennara er ný hugmynd fyrir aðra kennara og öfugt og það þarf ekki alltaf að vera að finna upp hjólið!

Yfirskrift hverrar ráðstefnu tengist áhersluþætti hvers skólaárs hjá Leikur að læra.  Þar sem Leikur að læra byggir á hugmyndum íþrótta og hreyfingar þá rúlla áhersluþættirnir á fjögurra ára fresti líkt og Ólympíuleikarnir í þessari röð.

2016 – 2017    Ár íslenskunnar

2017 – 2018    Ár hreyfingarinnar

2018 – 2019   Ár stærðfræðinnar

2019 – 2020   Ár útikennslunnar

Á ráðstefnum Leikur að læra er okkur umhugað um að styrkja hvern og einn starfsmann og því er leitast við að vera með fyrirlestra eða vinnustofur sem tengjast sjálfuppbyggingu einstaklingsins.

Haustið 2019 verður ráðstefnan haldin í Hveragerði og er tileinkuð útikennslu.

Ráðstefnan er opin öllum áhugasömu leikskólastarfsfólki.

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

_