Skip to main content

Áskriftarvefur

Aðgangur að vefnum www.leikuradlaera.is gefur kennurum og starfsfólki skóla aðgang að fjölda hugmynda um það hvernig hægt er að samþætta bóklega kennslu með leik og hreyfingu. Auka þannig áhuga og úthald nemanda á námsefniu og auka gleði og einbeitingu. Efnið á vefum nýtist kennurum tveggja til tíu ára barna, sérkennurum, stuðningsfulltrúum, íþróttakennurum og starfsfólki frístudasela.                Leik- og grunnskólar geta keypt ársáskrift af vefnum.

Áskriftarleiðir og verð

Áskriftarverð á vef:  65.000.- krónur á ári.

Opnunartilboð á vef:  55.000.- krónur á ári.

Þegar skóli kaupir ársáskrift kemur starfsmaður á vegum Leikur að læra í skólann og kynnir notkunarmöguleika hans og hugmyndfræði Leikur að læra.

Grunnnámskeið í skóla + áskrift af vef: 135.000.-

Hægt er að gerast áskrifandi  með því að senda póst á: leikur@leikuradlaera.is

Áskriftarsíðan inniheldur meðal annars:

Æfingasafn

Æfingasafnið inniheldur mikið af skemmtilegum og árangursríkum leikjum. Leitarvél fylgir safninu þar sem hægt er að leita eftir námsgrein, námsmarkmiði, aldri og fleira. Æfingarnar eru vel útskýrðar með texta, myndum og myndböndum þannig að allir geta fundið leiki og farið strax að kenna í gegnum leikinn.

Skjöl til að prenta

Á áskriftarvef Leikur að læra mikið magn af tilbúnum skjölum sem hægt er að prenta út og nota á skipuagðan hátt í leiki. Þessi skjöl eru byggð upp á skipulegan hátt og spara kennurum mikinn tíma í undirbúning. Hægt er að nota skjölin í íslensku, stærðfræði og margt annað.

Fræðslumyndbönd

Hér er hægt að sjá á líflegan og faglegan hátt hvernig hægt er að byrja að kenna bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun. Hugmyndir aðferðarinnar eru útskýrðar í máli og myndum.

Skólastofuleikfimi

Skemmtilegar og hressandi hléæfingar fyrir káta krakka á aldrinum 2 – 12 ára.  Æfingarnar eru framkvæmdar við undirleik hvetjandi tónlistar og farið eftir heyrnrænum skilaboðum. Hver æfingaáætlun er um fimm mínútna löng og enda þær allar á þægilegri slökun. Æfingaáætlanir fyrir yngstu börnin eru hugsaðar til að gera úti á gólfi en taka samt ekki mikið pláss. Æfingar fyrir eldri börnin eru gerðar við borð og eru fáanlegar bæði á íslensku og ensku.

Skólastofuleikfimin hét áður „Nám og hreyfing-skólastofuleikfimi“ og er námsefni sem hefur notið mikilla vinsælda í yfir 20 ár.

 

 

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

_