Skip to main content

Um okkur!

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir (Gulla) útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá HR árið 2016.                                      Í vettvangsnámi á síðasta ári fór hún að vinna á Heilsuleikskólanum Holtakoti á Álftanesi sem er Leikur að læra leikskóli. Hún varð strax hrifin af aðferðarfræðinni sem samræmdist hugmyndum hennar um kennslu ungra barna. Árið eftir byrjaði hún að vinna sem íþróttafræðingur á Holtakoti og þróaði sig enn meir í aðferðinni. Gulla hefur verið í hlutastarfi hjá Leikur að læra í 2 ár. Hún er faglegur ráðgjafi og námskeiðshaldari á hérlendis og erlendis. Gulla fær endalausar góðar Leikur að læra hugmyndir, er hvetjandi og snjöll stelpa!

 

Jón Karlsson (Nonni) útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni 1992 og 1998 sem PGA golfkennarin frá Svíþjóð. Nonni hefur kennt íþróttir og sund í 20 ár á Íslandi. Auk þess hefur hann starfað sem golfkennari hérlendis og erlendis. Fyrir þremur árum byrjaði hann í fullu starfi hjá Leikur að læra.  Hann sér um alla skipulagningu og hefur yfirumsjón með Endurmenntunarferðum Leikur að læra og samstarfsverkefnum við erlenda kennara. Nonni er jákvæður,  hvetjandi og alltaf til í gott spjall.

 

 

Kristín Einarsdóttir er höfundur Leikur að læra. Hún útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni 1992 og með B-Ed í grunnskólakennarafræðum frá K.Í. árið 1995. Fyrstu 3 árin eftir útskrift kenndi hún við Fellaskóla á Héraði. Flutti svo til Noregs þar sem hún var við nám og starf við ferðaþjónustu. Árið 2005 byrjaði hún að kenna við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og fór að fikra sig áfram með Leikur að læra.

Svona lýsir hún upphafi af hugmyndinni um Leikur að læra.

Í Lágafellsskóla var ég að kenna venjulegum hressum fyrsta bekk, ekkert barn með greiningu en þau voru mjög fjörug og skemmtileg, alltaf að standa upp til að fara að ydda, ná í eitthvað á næsta borði eða tala við félagann hinum megin í stofunni. Ég var alltaf að segja: „Komið nú og setjist niður, hafið þið hljóð, ekki tala“. En þetta voru bara venjuleg 6 ára börn. Þá hugsaði ég til baka hvernig barn ég var, mjög hvatvís og gat alls ekki setið kyrr! Hvað gæti ég  gert til að sameina menntun mína sem íþrótta- og grunnskólakennari. Ég kíkti í bókina sem ég var að kenna þeim í stærðfræði og neðst á hverri blaðsíðu stóð námsmarkmið blaðsíðunnar. Ég hafði stærðfræðimarkmiðið að leiðarljósi fór út í íþróttahús náði í leikhringi, keilur og fleiri smááhöld sem íþróttakennarar nota daglega í sínum störfum og byrjaði að búa til leiki – alltaf með námsmarkmiðið í huga!  Þarna fór boltinn að rúlla, nemendurnir elskuðu aðferðina og ég líka! Haustið 2009 flutti ég mig yfir í Krikaskóla sem er skóli fyrir 2 til 10 ára nemendur. Í fyrstu var ég ráðin þar sem íþróttakennari fyrir alla nemendur í skólanum. Þar opnaðist nýr heimur að kynnast yngstu nemendunum og þar hélt ég áfram að þróa aðferðina með hvatningu frá samkennurum. Ég var alltaf að hugsa: „Hvaða bóklegu námsþætti ætla ég að kenna og hvernig get ég útfært það í leik?“ Smátt og smátt áttaði ég mig á því að ég var farin að nota uppbyggingu íþróttatíma það er: upphitun, aðalþátt og slökun og teygjur en samt var bóklegur námsþáttur rauður þráður í tímanum. Íþróttaskápurinn var orðin fullur af bókstöfum, skrifspjöldum, teningum, einingkubbum og öðru sem tengdist bóklegri kennslu. Nú var ekki aftur snúið!

Í janúar 2014 hætti ég að  kenna í skólanum og hef síðan verið að  að boða fagnaðarerindið um nám í gegnum leik og hreyfingu! Fyrsta Leikur að læra námskeiðið var haldið í febrúar 2013. Síðan hafa yfir 4000 kennarar í 6 löndum komið á grunnnámskeið í kennsluaðferðinni.

Leikur að læra – menntum heiminn á hreyfingu!

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

_