Skip to main content

Innleiðing – fyrir þinn skóla?

Skólar sem vilja auka gæði skólastarfsins,  virkja allt sitt starfsfólk til að nota leik og hreyfingu í námi nemenda sinna og gerast hluti af LAL – liðinu þurfa að fara í gegnum spennandi innleiðingarár með stuðningi og aðhaldi frá starfsfólki Leikur að læra. Innleiðingarárið inniheldur:

Grunnnámskeið

Innleiðingarárið hefst með grunnnámskeið þar sem farið er í gegnum það hvað Leikur að læra stendur fyrir og grunnleikir aðferðarinnar eru kynntir. Einnig er foreldraverkefnið „Á leið inn“ kynnt fyrir starfsfólki.

Vinna með börnum

Að minnsta kosti tvisvar sinnum yfir árið kemur starfsmaður Leikur að læra  í heimsókn í skólann í vinnu með börnum og til að aðstoða og hvetja starfsfólk.

Foreldrakynning

Foreldrakynningu/fundStarfsmaður Leikur að læra kemur með foreldrafund í skólann. Þar fá foreldrar innsýn í skólastarfið og kynningu á þeirra hlut í verkefninu sem er forldraverkefnið „Á leið inn“!

Aðgangur að vef

Ótakmarkaður aðgangur að áskriftarsíðu www.leikuradlaera.is.  Mikið af leikjum, skólastofuleikfimi, tilbúnum skjölum sem einfalt er að nota til að fá hugmyndir af leikjum til að nota í kennslunni.  Frábært verkfæri.

Hausthvatning

Leikur að læra kemur í skólann með hausthvatningu til starfsfólks.   Þar er farið í gegnum hvað Leikur að læra stendur fyrir, farið yfir foreldraverkefnið, veturinn skipulagður og starfsfólki komið í gírinn fyrir veturinn.

Nýliðanámskeið

Tvisvar á ári heldur Leikur að læra grunnnámskeið fyrir nýtt starfsfólk skóla sem eru í Leikur að læra liðinu. Þannig fá allir sem eru að vinna með börnum í leikskólunum sama grunn og vita út á hvað Leikur að læra gengur.  Þetta þýðir að allt starfsfólk er að kenna eftir sömu aðferðum og það eykur gæði skólastarfs.

Heildstæð kennsluáætlanir

 Skólar í Leikur að læra liðinu fá aðgang að einstökum kennsluáætlunum fyrir leikskóla.  Þær innihalda nákvæmt yfirlit og lýsingu á því hvernig hægt er að kenna markvisst í gegnum leik og hreyfing tvisvar í viku og hvaða foreldraverkefni passa þeim námsþætti sem unnið er með hverju sinni.  Áætlununum er skipt í stig eftir aldri nemenda.  Hvert stig eru sex lotur þar sem hver lota eru 4 vikur.  Í boði er eitt undirbúningsstig og þrjú stig í íslensku. Þrjú stig í stærðfræði koma út 2017.

Leikur að læra ráðstefnan

Allt starfsfólk leikskólans er boðið á Leikur að læra ráðstefnuna sem haldin er á hverju hausti.  Sjá nánar hér!

Aðstoð sérfræðinga

Leikur að læra býður skólum sínum upp á ótakmarkaðan aðgang að sérfræðingum Leikur að læra í gegnum tölvupóst.

Veggspjöld

Leikur að læra gefur út hvetjandi veggspjöld fyrir kennara og foreldra.

 

 

 

:

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

_