Grunnnámskeið
Leikur að læra býður upp á 3 1/2 klst. grunnnámskeið fyrir kennara og starfsfólk í grunnskólum.
Á námskeiðinu er farið í gegnum grunnhugmyndir Leikur að læra um það hvernig hægt er að samþætta leiki og hreyfingu við bóklegt nám barna á einfaldan hátt. Það er eðli barna að hreyfa sig og mikilvægt að nýta sér það markviss í námi barna eða til að brjóta upp kennslustundir. Námskeiðið er einstaklega hagnýtt og auðvelt að nýta sér hugmyndir strax að námskeiði loknu.
Námskeiðið er hugsað fyrir alla kennara 1.-4.bekkjar, sérkennara, íþróttakennara, stuðningsaðila og starfsfólk frístundasela. Reynslan hefur sýnt að kennarar á öllum aldursstigum hafa gagn og gaman af enda er námskeiðið einstaklega líflegt og skemmtilegt. Hægt er að brjóta grunnnámskeiðið upp í tvö skipti, til dæmis kl.14:30 – 16:00!
Verð: 98.000.-
Verð miðast við 40 þátttakendur.
Grunnnámskeið í skóla + áskrift af vef: 144.000.-
Stuðningur í vinnu með börnum!
Leikur að læra býður upp á stuðning í vinnu með börnum. Starfsmaður Leikur að læra kemur í skólann, aðstoðar kennara við að útfæra bókleg námsmarkmið í leik og hreyfingu með nemendum. Markmiði að kennarinn geti haldið vinnunni áfram að stuðningi loknum. Mælt er með því að ef nemendur sem þurfa á sérkennslu að halda séu inni í bekknum með sérkennara til að sjá alla þá möguleika sem bjóðast með samþættingu sérkennslu í leik inni í bekk. Stuðninginn er hægt að nýta sér með ólíkum hópum og bekkjum.
Verð: 10 kennslustndir (10 x 40 mín) 120.000.-