Skip to main content

Hvað er Leikur að læra?

Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt!

Leikur að læra er hugsað út frá þörfum barna til að leika og hreyfa sig og upplifa námsefnið í gegnum mismunandi skynfæri. Með því að nota kennsluaðferðina eykst úthald og einbeiting ungra nemenda. Auðvelt að aðlaga kennsluna að ólíkum þörfum einstaklinga með líkamlega og andlega og félagslega vellíðan barna að leiðarljósi.

Fyrir alla kennara 2-9 ára barna!

Kennarinn getur nýtt sér einstaka hugmyndir og leiki aðferðarinnar, byggt upp tíma eftir ákveðnu kerfi eða farið skref fyrir skref eftir heildstæðum kennsluáætlunum aðferðarinnar. Leikur að læra hentar því fyrir reynda kennara og óreynt starfsfólk.

Meiri hreyfing, betri líðan, betri einbeiting!

Kennari sem hefur tileinkað sér kennsluhætti Leikur að læra fer að hugsa námsefnið út frá öðru sjónarhorni – frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig. Með því að nota aðferðir Leikur að læra höfum við áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda okkar til framtíðar. Þau venjast því að standa upp og hreyfa sig reglulega og sjá að það er viðurkennt að við lærum á mismunandi hátt.

Fræðin!

Leikur að læra byggir meðan annars á rannsóknum Bransford, Brown og Cocking á heilastarfsemi barna um líffræðileg áhrif náms og hreyfingar. Heyfing manninum eðlislæg og öll skynhreyfireynsla eykur varðveislu þekkingar. Hreyfing hefur einnig áhrif á hæfileika til að varðveita nýja þekkingu eða kunnáttu og endurkalla hana. Einhæf og fljótlærð viðfangsefni virðast hafa lítil langtímaáhrif á meðan reynsla sem af skynjuninni hlýst, í samvinnu við umhverfið, hjálpar heilanum að mynda ný taugamót. Frá þeim myndast nýjar brautir um heilann sem ná að virkja óvirkar stöðvar sem þar eru til staðar (Bransford, Brown og Cocking, 2000).
Auk þess hafa heilarannsóknir sýnt fram á að hreyfing veldur ýmsum efnahvörfum í heilanum þ.a.m. myndast efnið acetylocholine sem talið er auka leiðni taugaboða eða leiða til myndunnar nýrra taugafruma (Bransford, Brown og Cocking, 2000; Field og McManes, 2006)

Foreldrasamstarf – gaman saman!

Leikur að læra leggur mikið upp úr góðu samstarfi við foreldra í gegnum foreldraverkefni, heimavinnu, bekkjarkvöld og fleira. Þessir þættir stuðla að því að gera foreldra meðvitaða um nám barna sinna og mikilvægi góðrar samvinnu milli heimili og skóla.

Leikur að læra er ekki ein bók, eitt spil eða ein námsgrein. Leikur að læra er kennslustíll sem hentar með öðrum kennsluaðferðum i ólíkum fögum.

Leikur að læra-menntar heiminn á hreyfingu!

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

_