Húsaleikur með líkamshlutum, talningu og litum
Námsmarkmið
Kenna nemendum heiti á líkamshlutum, talningu og litum.
Áhöld
Leikhringir.
Undirbúningur
Stórum leikhringjum dreift um svæðið.
Framkvæmd
LESTIN: Dæmi um samstöfur við hæfi er Enn-i. Passlegt er að hreyfing sé endurtekin um það bil fimm sinnum.
Ef áhersla er lögð á talningu eða liti hæfa hreyfingar eins og lýst var í leikjunum hér að framan Húsaleikur með talningu og Húsaleikur með liti
FRJÓSA
FYRIRMÆLI OG FARA AÐ HRING: A.Dæmi: „Nú skulum við ganga á hælunum og setja hælinn okkar á gula hringinn.“
B.Dæmi: „Eigum við að setja tvo fingur á rauða hringinn.“ (Kennarinn lyftir upp tveimur fingrum og sýnir nemendum)
KENNSLA: Kennslan í þessum leik er miðuð við þann líkamshluta sem snertir hringinn. Kennari gefur fyrirmæli um að nemendur noti tiltekinn líkamshluta til að snerta hringinn
Fyrirmælin gætu verið: „Eigum við að láta hælinn okkar snerta gula hringinn fimm sinnum? Við skulum telja saman einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.“ Einnig væri hægt að spyrja nemendur hvað hópurinn gæti sett marga hæla á hringinn og hópurinn telur saman. Leikurinn endurtekinn með fleiri líkamshluta og afbrigðum á litum og talningu.
Leikurinn er endurtekinn.