Húsaleikur með fatnað

Með september 20, 2018
Námsmarkmið

Læra nöfn á fatnaði.

Áhöld

Leikhringir, fatnaður t.d. sokkar, vettlingar, buff, húfur o.s.frv.

Undirbúningur

Stórum leikhringjum dreift um svæðið og ein tegund af fatnaði er sett í hvern hring.

Framkvæmd

LESTIN: Hægt er að klappa samstöfur á líkamshluta sem fatnaðurinn passar á og nemendur eiga að tengja saman fatnað og líkamshluta. Ath. Í hverjum leik eru aðeins klappaðar samstöfur á einni flík eða einum líkamshluta sem flíkin passar á. Varast ber að blanda saman heitum í sama leiknum en mjög gott að taka ný heiti strax í næsta leik.

FRJÓSA:

FYRIRMÆLI OG FARA AÐ HRING: Dæmi um heyrnræn fyrirmæli: ,,Hvaða föt passa á fingurna? Hvaða föt passa á höfuðið?“ Þarna er jafnframt verið að æfa orðaforða fyrir líkamshluta og fatnað.

KENNSLA: Kennsla er svipuð og í 3.hluta. Skemmtilegt er að hafa jafnmörg eintök af þeirri flík sem verið er að vinna með í hverjum hring og láta nemendur æfa sig í að klæða sig í áður en farið er í næsta hring!

Leikurinn er endurtekinn.

Myndir