Húsaleikur með myndum af nemendunum
Námsmarkmið
Þekkja nöfn hvers annars.
Áhöld
Leikhringir, myndir af nemendum í hópnum.
Undirbúningur
Stórum leikhringjum dreift um svæðið og myndir af nemendum í hópnum settar inn í hringina.
Framkvæmd
LESTIN: Dæmi A: Kennarinn klappar samstöfur í nafni þess nemanda sem verið er að vinna með og á að stoppa hjá næst, til dæmis Sigg-i.
Dæmi B: Kennarinn segir hátt og skýrt fremsta hljóðið í nafni þess nemanda sem verið er að vinna með og gerir hreyfingar með. Hreyfingar sem hæfa námsþættinum og hljóðinu geta t.d. verið að leika slöngu með höndunum eða synda og segja SSSSSS.
FRJÓSA
FYRIRMÆLI OG FARA AÐ HRING: Dæmi um fyrirmæli sem hæfa markmiðum leiksins: ,,Hvert af ykkur á nafnið/hljóðið sem við vorum að segja? Hvar er myndin af Sigga?“
KENNSLA: Hér er við hæfi að klappa, hoppa eða stappa atkvæði í nafni þess nemanda sem stoppað er við eða æfa fremsta hljóð í nafni nemandans sem myndin í hringnum er af. Með unga nemendur stöldrum við ekki lengi við hvern hring. Leikurinn er endurtekinn.
Athugið.
Þegar unnið er með nöfn, stafi eða myndir af nemendum er mikilvægt að allir nemendur séu ,,heimsóttir‘‘ í kennslustundinni. Leikurinn er endurtekinn.