Húsaleikur með bókum. Hlustunarskilningur

Með september 20, 2018
Námsmarkmið

Þjálfa og kanna eftirtekt og hlustunarskilning.

Áhöld

Leikhringir, bækur sem nemendur þekkja.

Undirbúningur

Stórum leikhringjum dreift um svæðið og bækur lagðar í hringina.

Framkvæmd

LESTIN: Hreyfingar sem hæfa námsþættinum eru að klappa samstöfur í nafni persóna í bók sem er í leikhringnum. Til dæmis Ein-ar Ás-kell eða Bín-a.

FRJÓSA

FYRIRMÆLI OG FARA AÐ HRING: Dæmi um fyrirmæli sem hæfa markmiðum leiksins: „Í hvaða bók er Einar Áskell? Í hvaða bók er strákur og pabbi hans?“

KENNSLA: Hér er við hæfi að spjalla örstutt um persónur í bókinni eða söguþráð bókarinnar og fá nemendur til að rifja það upp með kennaranum.

Með unga nemendur stöldrum við ekki lengi við hvern hring.

Leikurinn er endurtekinn.

Myndir