Syngja stafavísu

Með september 20, 2018
Námsmarkmið

Nemendur læri að þekkja Í og hljóðið sem hann segir.

Áhöld

Stafaspjald með Í.

Uppsetning

Nemendur sitja fyrir framan kennarann.

Framkvæmd

Kennarinn lyftir upp stafaspjaldi með Í. Kennari og nemendur syngja Í Í Í sönginn.

Kennarinn

Mikilvægt er að kennarinn ýkji hljóðið og munnhreyfinguna.

Afbrigði

Allir nemendur halda á einu Í.

Stafavísa.

Í – í – í

Ína borðar ís.

Ísinn fór í eina klessu,

illa lenti hún í þessu.

Í – í – í – í – í.

Ína borðar ís.

Myndir