Spilaleikur, sundurgreina hljóð
Námsmarkmið
Sundurgreina hljóð, þjálfun hljóðkerfis og hljóðkerfisvitundar.
Áhöld
Leikhringir, pönnukökur, stafir, skrifspjöld og tússar.
Undirbúningur
Stórum leikhringjum sem notaðir eru sem vinnusvæði barna er dreift um svæðið annað hvort i hring eða tvær línur. Einn nemandi fer í hvern leikhring, fyrir framan hvern leikhring eru settar þrjár pönnukökur. Stafir eru settir í leikhring eða fötu í miðjuna, jafn langt frá vinnusvæðum allra barnanna.
Framkvæmd
Kennarinn ætlar að æfa nemendur að hljóðgreina orðið rúm.
Hann segir við nemendur: „Hvaða hljóð eru í orðinu /r/ /ú/ /m/?“
Nemendur nota ákveðna ferðamáta og ferðast að fötunni með stöfunumog ná í stafina sem mynda orðið rúm. Leggja einn staf á hverja pönnuköku.
Nemendur geta svo staðið upp og hoppað hljóðin í orðinu, hoppað orðið áður en unnið er með næsta orð.
Skriflegt verkefni sem á við verkefnið.
Nemendur skrifa orðið á skrifspjöldin.