Spilaleikur, ná í staf og skrifa – paraleikur

Með september 21, 2018
Námsmarkmið

Tengja saman staf og hljóð

Áhöld

Leikhringir, bókstafir, skrifspjöld, tússpennar,

Undirbúningur

Stórum leikhringjum sem notaðir eru sem vinnusvæði barna er dreift um svæðið annað hvort i hring eða tvær línur. Einn nemandi fer í hvern leikhring og hver nemandi er með skrifspjald fyrir framan sig. Stafir eru settir í leikhring eða fötu í miðjuna, jafn langt frá vinnusvæðum allra nemenda.

Framkvæmd

Tveir nemendur sem eru með vinnusvæði hlið við hlið vinna saman. Annar nemandinn skrifar staf á skrifspjald, sýnir hinum og segir honum hvaða ferðamáta hann eigi að nota til að ná í stafinn sem var skrifaður á spjaldið.

Myndir