Finnum orð bingó
Námsmarkmið
Tengja saman hljóð, hljóðtenging. Leikurinn þjálfar einnig minni.
Áhöld
Leikhringir, pönnukökur eða keilur, bingóspjöld með orðum og mynd sbr.www.leikuradlaera.is
Undirbúningur
Stórum leikhringjum sem notaðir eru sem vinnusvæði barna er dreift um svæðið, helst í stóran hring. Einn nemandi í hvern hring með eitt bingóspjald með myndum. Pönnukökum eða keilum er dreift um svæðið og undir þær eru settir miðar sem passa við bingóspjöldin. Á miðunum eru orð.
Framkvæmd
Nemendur eiga að nota ákveðinn ferðamáta og ferðast um svæðið, kíkja undir pönnukökurnar eða keilurnar og finna miða sem passa við myndirna á bingóspjöldunum þeirra. Ef nemendur taka miða sem ekki passar við þeirra spjald þarf að skila honum aftur á sinn stað og finna nýjan. Athugið! Reynt er að láta alla nemendur klára að fylla út sitt spjald.
Skriflegt verkefni sem á við verkefnið.
Þegar nemandi hefur fyllt allt bingóspjaldið sitt fær hann skrifspjald og æfir sig að skrifa orðin eða stafina sem eru á bingóspjaldinu eða miðunum.