Finna lykilstaf og leggja á stafadúk – ÞRAUTABRAUT

Með september 21, 2018
Námsmarkmið

Nemendur læri að þekkja lykilstafinn og hljóð hans.

Áhöld

Stafir, stafadúkur

Framkvæmd

Stafahrúga eða box með þeim stöfum sem verið er að æfa (lykilstöfum) er sett fyrir framan þraut. Nemandi dregur einn af þeim stöfum sem verið er að æfa og ferðast með hann yfir þrautina og leggur á sama staf á stafadúk hinum megin við þrautina.

Nemendur segja hljóðið sem stafurinn segir á meðan þrautin er framkvæmd og skrifar/formar hann með fingrinum á dúkinn.

Afbrigði

Gaman er að hafa mismunandi tegund af stöfum t.d. frauðstafi, tréstafi, spjöld með stöfum o.s.frv.

Myndir