Leggja orð á réttan stað á stafadúk, fremsta hljóð í orði – ÞRAUTABRAUT
Námsmarkmið
Nemendur æfi sig í að lesa orð og greina fremsta hljóðið í orðinu.
Áhöld
Lykilorð sem verið er að æfa og stafadúkur.
Framkvæmd
Lykilorð sem verið er að æfa eru löðg fyrir framan þraut. Nemandi dregur orð, les það og finnur fremsta hljóð í orðinu. Hann ferðast með orðið yfir þrautina og leggur það á réttan staf á stafadúk hinum megin við þrautina miðað við fremsta hljóð í orðinu.
Afbrigði
Þegar nemendur leggja myndina á dúkinn eiga þeir að skrifa stafinn sem þeir leggja orðið á með fingrinum.