Fremsta hljóð í orði FLOKKUN – ÞRAUTABRAUT
Námsmarkmið
Fremsta hljóð í orði, hljóðgreining.
Áhöld
Leikhringir, dót eða myndir, áhöld sem eru til staðar fyrir þrautabraut.
Undirbúningur
Kennarinn raðar upp fjórum leiðum í þrautabraut. Fyrir framan leiðirnar er dót, við endann á hverri leið er bókstafur.
Framkvæmd
Nemandinn dregur mynd eða dót, finnur fremsta hljóð nafni á dótinu eða myndinni, velur rétta leið til að fara og leggur dótið í rétan hring miðað við fremsta hljóð í orði. Til dæmis ef nemandi dregur tannbursta á að ferðast rétta leið og setja tannburstann í hring með Tt.
Kennarinn
Kennarinn fylgist með nemendum og spyr þá á hvaða staf/hljóði dótið eða myndin sem þau eru að færa byrji á.
Afbrigði
Leiðirnar sem nemendur eiga að ferðast þurfa ekki alltaf að vera mjög flóknar, oft er nóg að hafa nokkrar pönnukökur til að hoppa á eða sippuband til að ganga eftir. Annars eru notuð þau áhöld sem eru til hverju sinni.