FLOKKUN Týnda hljóðið – ÞRAUTABRAUT
Námsmarkmið
Fina týnda hljóðið, hljóðgreining.
Áhöld
Leikhringir, myndir með orðum sem vantar í hljóð, (sjá www.leikuradlaera.is) bókstafir, áhöld sem eru til staðar fyrir þrautabraut.
[Hvaða staf/hljóð vantar 2stig 1og2 lota HáogLá ] [Hvaða staf/hljóð vantar 3stig 1og2 lota Há ]Fleiri orðaspjöld er að finna undir skjöl til prenntunar.
Undirbúningur
Kennarinn raðar upp fjórum leiðum í þrautabraut. Fyrir framan leiðirnar er dót, við endann á hverri leið er bókstafur í leikhring.
Framkvæmd
Nemandinn dregur orð sem í vantar hljóð, velur rétta leið til að fara og leggur myndina í réttan hring miðað við hljóðið sem vantar í orðið. Til dæmis ef nemandi dregur miða með orði sem á stendur M_S á að ferðast rétta leið og setja miðan í hring með Úú.
Kennarinn
Kennarinn fylgist með nemendum og spyr þá á hvaða staf/hljóði vanti í orðið.
Afbrigði
Leiðirnar sem nemendur eiga að ferðast þurfa ekki alltaf að vera mjög flóknar, oft er nóg að hafa nokkrar pönnukökur til að hoppa á eða sippuband til að ganga eftir. Annars eru notuð þau áhöld sem eru til hverju sinni.