Hlusta eftir fremsta hljóði í orði
Námsmarkmið
Nemendur æfist í að greina fremsta hljóð i orði/orðum.
Áhöld
Engin áhöld.
Framkvæmd
Nemendur liggja á gólfinu og hafa alveg hljóð. Kennarinn finnur eitt eða fleiri orð sem byrjar á lykilhljóði.
Hann segir orðið/orðin og ýkir fremsta hljóðið í því/þeim. Nemendur eiga að hvísla hljóðið/hljóðin sem orðið/orðin byrja á.
Kennarinn
Mikilvægt að kennarinn ýki hljóðin og tali mjög skýrt.
Athugasemd
Mikilvægt er að vinna með þau hljóð sem verið er að vinna með hverju sinni þ.e. Lykilhljóð.