Skrifað á líkamann
Námsmarkmið
Nemendur æfi sig að forma lykilstafinn.
Áhöld
Gaman að hafa pensla eða e.h. mjúkt til að skrifa á sjálfan sig með.
Framkvæmd
Nemendur liggja á gólfinu og skrifa/forma með puttanum eða einhverju mjúku t.d. pensli eða slæðu á andlitið á sér eða aðra líkamshluta þau lykilhljóð sem kennarninn nefnir. Þetta á að vera mjúkt , notalegt og róandi.