Skrifa einföld orð á bakið á hvort öðru

Með september 23, 2018
Námsmarkmið

Nemendur æfi sig í að tengja saman hljóð og mynd orð.

Framkvæmd

Tveir nemendur eru saman, annar situr fyrir framan hinn og snýr bakinu í hann.   Sá sem er fyrir framan er með lokuð augun. Kennarinn lyftir upp spjaldi með því orði (lykilorði) sem verið er að æfa.   „Skrifarinn“ skrifar orðið á bakið á þeim sem er fyrir framan. Sá sem er fyrir framan finnur út úr því hvað skrifað er á bakið á honum.   Áður en nemendur skipta um stað og endurtaka leikinn æfa nemendur og kennarar saman hljóðið.

Athugið

Kennarinn getur aðstoðað nemendur við að hljóða sig í gegnum orðin.

Myndir