Telja atkvæði
Námsmarkmið
Nemendur æfist í að telja og sundurgreina atkvæði eða orð.
Framkvæmd
Nemendur liggja á gólfinu með lokuð augun eða beygja sig á grúfu. Kennarinn segir orð taktfast og frekar hægt þannig að nemendur geta talið atkvæðafjölda. Dæmi ís-pinn-i. Nemendur eiga að rétta upp fingur sem samsvarar fjölda atkvæða í orðinu sem kennarinn sagði. Eftir það er gaman að klappa laust, stappa eða gera einhverja hreyfingu og endurtaka orðið.