Klappa orð sem byrja á sama hljóði

Með september 24, 2018
Námsmarkmið

Hlusta eftir fremsta hljóði í orði.

Áhöld

Engin

Framkvæmd

Kennari velur nokkur orð sem öll byrja á sama hljóði. Hann segir orðin og klappar taktfast (getur klappað atkvæði ef hann vill). Nemendur herma eftir honum. Dæmi: Kennari: „Sandur“. Nemendur: „Sandur“ Kennarinn: „Sól“. Nemendur: „Sól“ Kennarinn: „Spánn“. Nemendur: „Spánn“

Þegar kennarinn hefur sagt nokkur orð endar hann stoppa og spyr nemendur: „Á hvaða hljóði byrjuðu öll þessi orð sem við vorum að æfa??“ Þeir nemendur sem vita svarið eiga að rétta upp hönd án þess að segja. Þá byrjar kennarinn að spyrja einn og einn nemanda eða spyr alla í einu.

Afbrigði

Hver nemandi getur verið með skrifspjald og skrifað hljóðið/stafinn sem kennarinn er að leita eftir.

Myndir