Leggja stafinn á dúkinn
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja sinn staf og hljóð hans.
Áhöld
Hver nemandi er með sinn staf (síðan úr „Hver á, hver á?”), stafadúkur.
Framkvæmd
Tónlist er spiluð og nemendur dansa og hreyfa sig eða herma eftir kennaranum með æfingar með stafinn sinn í hendinni. Þegar tónlistin er stöðvuð frjósa allir nemendur og kennarinn segir til dæmis: ,,Nú ætlar Sigga að setja stafinn sinn á dúkinn.” Sigga leggur stafinn ofan á S á dúknum og skrifar jafnvel stafinn með fingrinum. Nemendur hreyfa sig aftur með stafinn sinn þangað til allir nemendur hafa lagt sinn staf á dúkinn.
Afbrigði
Á meðan einn nemandi leggur stafinn sinn á dúkinn þá teikna/móta allir staf þessa nemanda út í loftið og segja hljóðið sem stafurinn segir.