Hvar er mömmu eða pabba stafur? Stafadúkur
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja fremsta staf í nafni foreldra sinna og hljóð þeirra.
Áhöld
Stafadúkur
Framkvæmd
Tónlist er spiluð og nemendur dansa og hreyfa sig eða herma eftir kennaranum með æfingar. Þegar tónlistin er stöðvuð eða þegar kennarinn segir nemendum að stoppa segir kennarinn nemendum að fara á staf annars foreldris. Ef kennarinn er með marga nemendur getur hann til dæmis beðið stelpur að fara fyrst eða stráka eða alla í röndóttum sokkum o.s.frv.