Finna minn, mömmu eða pabba staf, þrautabraut
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja stafinn sinn eða foreldra sinna og hljóð þeirra.
Áhöld
Stafir í boxi.
Framkvæmd
Stafahrúga eða box með stöfum barnanna í hópnum er sett fyrir framan þraut. Nemandi finnur stafinn sinn eða staf foreldra sinna, allt eftir fyrirmælum foreldra. Ferðast með hann yfir þrautina og leggur í box hinum megin við hana.
Afbrigði
Gaman er að hafa mismunandi tegund af stöfum t.d. frauðstafi, tréstafi, spjöld með stöfum o.s.frv. Nemendur segja hljóðið sem stafurinn segir á meðan þrautin er framkvæmd.