Skip to main content

Vessela Dukova

Vessela Dukova er viðskiptafræðingu frá Búlgaríu sem hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hún byrjaði að vinna á leikskóla þegar hún flutti til Íslands, kunni svo vel við það og fór í kennaranám í Háskóla Íslands árið 2011.

Vessela kynntist Leikur að læra fyrir tveimur árum þegar hún vann sem deildarstjóri á Austurborg og var fljót að tileinka sér aðferðafræðina enda er það henni mjög eðlislægt að kenna í gegnum leik. Lokaverkefni Vesselu frá H.Í. var einmitt um það hvernig hægt er að kenna sjálfbærni í gegnum leik! https://www.leikidmedsjalfbaerni.com/

Vesselu finnst gaman að kenna í gegnum Leikur að læra því að börnin átti sig ekki á því að þau eru að læra og Vessela segir: “Fyrir mér hefur Leikur að læra sannreynt kenningu bandaríska heimspekingsins John Dewey, Learning by doing. Það er alltaf spennandi að sjá hvernig það tekst að „framkvæma“ þessa kenningu í gegnum Leikur að læra”

Henni finnst það að börn fái möguleikann á því að hreyfa sig í og á milli bóklegra kennsluverkefna í Leikur að læra,  auka möguleika kennara á að veita hverju og einu barni athygli í tímanum og auka úthald þeirra.

Vessela ráðleggur kennurum sem eru að byrja að nýta sér aðferðina að byrja með litla hópa í stuttan tíma til að kveikja áhuga barnanna og segir að strax fari þau að spyrja um meira! Það þurfi ekki að vera fullkomið í upphafi, mikilvægast er að prófa sig áfram. Aðalatriðið er að hafa gaman bæði fyrir börn og kennara.

Haustið 2018 flutti hún sig yfir á Vinagerði og hóf strax innleiðingu kennsluaðferðarinnar þar. Vessela er mjög útsjónarsöm og fljót að sjá óteljandi möguleika á námi í gegnum leik og hreyfingu.