Skip to main content

Vessela Dukova

Vessela Dukova er viðskiptafræðingu frá Búlgaríu sem hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hún byrjaði að vinna á leikskóla þegar hún flutti til Íslands, kunni svo vel við það og fór í kennaranám í Háskóla Íslands árið 2011.

Vessela kynntist Leikur að læra fyrir tveimur árum þegar hún vann sem deildarstjóri á Austurborg og var fljót að tileinka sér aðferðafræðina enda er það henni mjög eðlislægt að kenna í gegnum leik. Lokaverkefni Vesselu frá H.Í. var einmitt um það hvernig hægt er að kenna sjálfbærni í gegnum leik! https://www.leikidmedsjalfbaerni.com/

Vesselu finnst gaman að kenna í gegnum Leikur að læra því að börnin átti sig ekki á því að þau eru að læra og Vessela segir: “Fyrir mér hefur Leikur að læra sannreynt kenningu bandaríska heimspekingsins John Dewey, Learning by doing. Það er alltaf spennandi að sjá hvernig það tekst að „framkvæma“ þessa kenningu í gegnum Leikur að læra”

Henni finnst það að börn fái möguleikann á því að hreyfa sig í og á milli bóklegra kennsluverkefna í Leikur að læra,  auka möguleika kennara á að veita hverju og einu barni athygli í tímanum og auka úthald þeirra.

Vessela ráðleggur kennurum sem eru að byrja að nýta sér aðferðina að byrja með litla hópa í stuttan tíma til að kveikja áhuga barnanna og segir að strax fari þau að spyrja um meira! Það þurfi ekki að vera fullkomið í upphafi, mikilvægast er að prófa sig áfram. Aðalatriðið er að hafa gaman bæði fyrir börn og kennara.

Haustið 2018 flutti hún sig yfir á Vinagerði og hóf strax innleiðingu kennsluaðferðarinnar þar. Vessela er mjög útsjónarsöm og fljót að sjá óteljandi möguleika á námi í gegnum leik og hreyfingu.

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

_