Aron Elí Ellertsson

Aron Elí Ellertsson byrjaði á að vinna á  LAL leikskólanum Austurborg haustið 2017 og var fljótur að tileinka sér kennsluhætti LAL.

Aron Elí hefur í samstarfi við annan starfsmann unnið með LAL kennslu með 2-4 ára börnum.

Það sem Aroni Elí finnst skemmtilegast við að nýta sér kennsluhætti LAL er að sjá  framfarir hjá börnunum og að kenna þeim nýja leiki.

Aroni Elí hefur fundist auðvelt að tileinka sér LAL kennsluaðferðina og getað nýtt sér hana á margþættan hátt í öðrum störfum með börnum.