Á hvaða hljóði/staf byrjar orðið á myndinni? – Foreldraverkefni

Með september 25, 2018
Námsmarkmið

Nemendur þjálfist í að greina fremsta hljóð í orði. (Einangra hljóð)

Áhöld

Myndaspjöld, stafir, stafadúkur

Framkvæmd

Mynd af orði sem byrjar á lykilhljóði/staf er hengd á töflu. Nemendur eiga að finna fremsta hljóðið/stafinn, finna hann í stafahrúgu fyrir framan myndina. Nota ákveðinn ferðamáta og ferðast með stafinn og leggja hann á réttan staf á stafadúk. Forma stafinn með fingrinum.

Myndir