Á hvaða hljóði/staf byrjar orðið, ferðast með það á réttan stað á stafadúk – Foreldraverkefni
Námsmarkmið
Nemendur þjálfist í að greina fremsta hljóð í orði. (Einangra hljóð)
Áhöld
Dót og stafadúkur
Framkvæmd
Dót eða myndir af hlutum sem byrja á lykilstöfum eða þeim hljóðum/stöfum sem búið er að kynna fyrir nemendum er sett í box eða poka. Nemendur draga dót/mynd, nota ákveðinn ferðamáta og leggja dótið á réttan stað á stafadúk miðað við fremsta hljóð í orðinu. Forma stafinn með fingrinum.