Finna mitt nafn og leggja á stafadúk, ÞRAUTABRAUT
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja nafnið sitt, æfa sig í hljóðunum í því og að skrifa það.
Áhöld
Plöstuð nöfn nemenda og stafadúkur
Framkvæmd
Nöfn nemenda eru lögð fyrir framan þraut. Nemandi finnur nafnið sitt í nafnahrúgu og ferðast með það yfir þrautina og leggur á réttan staf miðað við fremsta hljóð í nafninu á stafadúk hinum megin við þrautina.