Finna orð eða mynd og skrifa – ÞRAUTABRAUT

Með september 21, 2018
Námsmarkmið

Æfa sig að lesa og skrifa.

Áhöld

Orð eða myndir, skrifspjöld og töflutússar.

Undirbúningur

Lykilorð eða myndir af lykilorðum eru sett í hrúgu eða box fyrir framan þraut og skrifspjöld og töflutússa fyrir aftan þraut.

Framkvæmd

Nemendur draga mynd eða orð og ferðast með það í gegnum þrautina. Hinum megin við hana er skrifspjald og nemendur eiga að skrifa orðið á spjaldið.

Myndir