Finna, lykilstaf, minn staf eða staf foreldra og leggja á stafadúk – ÞRAUTABRAUT
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja lykilstafinn(stafinn sem verið er að vinna með), fremsta staf í nafni foreldra, hljóð þeirra og að skrifa þá.
Áhöld
Stafir og stafadúkur.
Framkvæmd
Stafahrúga eða box með stöfum er sett fyrir framan þraut. Nemandi finnur staf sem hæfir verkefninu, ferðast með hann yfir þrautina og leggur á stafadúk hinum megin við þrautina.