Finna stafi hinna í hópnum og leggja á stafadúk – ÞRAUTABRAUT

Með október 16, 2018
Námsmarkmið

Nemendur læri að þekkja fremsta staf í nafni hópfélaga sinna og hljóð þeirra.

Áhöld

Stafir barnanna í hópnum og stafadúkur.

Framkvæmd

Stafahrúga eða box með fremstu stöfum í nöfnum hópfélaga eru sett fyrir framan þraut. Nemandi dregur staf, segir kennaranum hver á stafinn og hljóðið sem hann segir og ferðast með hann yfir þrautina og leggur á stafadúk hinum megin við þrautina.

Afbrigði

Þegar nemendur leggja stafinn á dúkinn þá eiga þeir að móta stafinn sem þeir eru með puttanum á dúkinn.

Myndir
Video