Finnum týnda hljóðið
Námsmarkmið
Æfa hljóðatengingu og hljóðagreiningu.
Áhöld
Leikhringir, pönnukökur eða keilur, spjöld með orðum sem í vantar hljóð sbr. M _ S. Skrifspjöld og töflutússpenna.
[Hvaða staf/hljóð vantar 2stig 1og2 lota HáogLá ] [Hvaða staf/hljóð vantar 3stig 1og2 lota Há ]Fleiri orðaspjöld er að finna undir skjöl til prenntunar.
Undirbúningur
Stórum leikhringjum sem notaðir eru sem vinnusvæði barna er dreift um svæðið, helst í stóran hring. Einn nemandi í hvern hring. Pönnukökum eða keilum er dreift um svæðið og undir þær eru settir stafir(hljóð) sem vantar í orðin sem nemendur vinna með.
Framkvæmd
Kennarinn lætur nemendur fá spjöld með orðum sem í vantar hljóð sbr. M _ S. Nemendur eiga að nota ákveðinn ferðamáta og ferðast um svæðið, kíkja undir pönnukökurnar eða keilurnar og finna stafi sem vantar inn í orðið sem unnið er með. Þegar þeir finna stafinn sem vantar t.d. Ú þá fara þeir með hann á vinnusvæðið, setja hann bilið sem vantar og skrifa svo orðið á skrifspjaldið. Nemendur sýna kennaranum og fá nýtt orð hjá honum.
Athugið! Nemendur geta verið að vinna með ólík og misþung orð.