Hljóðaflugvélarnar
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja lykilstafinn og hljóð hans og form.
Áhöld
Lykilstafurinn, einn fyrir hvern nemanda.
Framkvæmd
Allir nemendurnir í hópnum eru með lykilstafinn. Þeir láta hann fljúga og segja hljóðið sem hann segir.
Mikilvægt að kennarinn heyri hvað hver nemandi segir og ýki hljóðið. Dæmi: SSSSSSSSS.
Afbrigði
Þegar nemendur hafa lært nokkra stafi og hljóð þeirra getur kennarinn látið nemendur fá ólíka stafi til að æfa ólík hljóð.