Húsaleikur – Hljóðgreining með dýrahljóð

Með september 20, 2018
Námsmarkmið.

Æfa hljóðgreiningu.

Áhöld.

Leikhringir, myndir af dýrum eða dótadýr.

Undirbúningur.

Stórum leikhringjum dreift um svæðið og myndir af dýrum eða dótadýr sett í hringina.

Framkvæmd

LESTIN: Hreyfingar sem hæfa námsþættinum eru að leika og gefa frá sér hljóðin sem dýrin í hringjunum segja.

FRJÓSA

FYRIRMÆLI OG FARA AÐ HRING: Allir nemendur fara að hringnum og snerta hringinn með einum líkamshluta til dæmis hönd eða fæti. Hugmyndir sem hæfa er að spyrja út í dýrahljóð ,,Hver mjálmar?’’ eða spyrja út í líkamsbyggingu ,,Hvaða dýr hafa vængi/rana/sporð.’’

KENNSLA: Hér er við hæfi að æfa hljóðin sem dýrið í hringnum segir nokkrum sinnum og endurtaka svo leikinn með áherslu á nýtt dýr.

Með unga nemendur stöldrum við ekki lengi við hvern hring.

Leikurinn er endurtekinn.

Myndir