Húsaleikur, stór og lítill
Námsmarkmið
Kynna nemendum fyrir stór og lítill (stærri en og minni en).
Áhöld
Leikhringir, stór og lítill hlutur af sömu tegund, t.d. bíll, dúkka, bolti.
Undirbúningur
Stórum leikhringjum dreift um svæðið og myndir af nemendum í hópnum settar inn í hringina.
Framkvæmd
LESTIN: Hreyfingar sem hæfa námsþættinum eru til dæmis að klappa samstöfur í heitinu á þeim hlut sem stoppa á við næst.
FRJÓSA:
FYRIRMÆLI OG FARA AÐ HRING: Dæmi um fyrirmæli sem hæfa markmiðum leiksins: „Hvar er bíllinn?“
KENNSLA: Hér er við hæfi að tala um stóran bíl og lítinn bíl og nota hugtökin stærri en og minni en. „Þessi bíll er stærri en þessi bíll!“ Með unga nemendur stöldrum við ekki lengi við hvern hring.
Leikurinn er endurtekinn.