Hvaða orð er hljóðað?
Námsmarkmið
Tengja saman hljóð. Hljóðatenging, hljóðavitund.
Áhöld
Engin áhöld.
Framkvæmd
Nemendur liggja á gólfinu með lokuð augun. Kennarinn segir með lágstemmdri en ákveðinni röddu: „Hvaða orð mynda hljóðin /s/ /ó/ /l/? (Hljóðar orðin). Nemendur hvísla orðið sem kennarinn er að mynda.