Hvaða orð passar ekki?

Með september 24, 2018
Námsmarkmið

Nemendur hlusti eftir fremsta hljóði í orðum og æfi sig að skilja á milli hljóða.

Áhöld

Engin.

Framkvæmd

Kennari velur fimm orð sem öll byrja á sama hljóði nema eitt. (Fjöld orða fer eftir aldri og getu nemenda.) Hann segir orðin og klappar taktfast (getur klappað atkvæði ef hann vill). Nemendur herma eftir honum. Dæmi: Kennari: „Sandur“. Nemendur: „Sandur“ Kennarinn: „Sól“. Nemendur: „Sól“ Kennarinn: „Spánn“. Nemendur: „Spánn“Kennarinn: „Pollur“. Nemendur: „Pollur“. Kennarinn: „Sokkur“. Nemendur: „Sokkur“

Þegar kennarinn hefur sagt nokkur orð endar hann stoppa og spyr nemendur: „Öll orðin byrjuðu á sama hljóði nema eitt, hvaða hljóð var það??“

Afbrigði

Hver nemandi getur verið með skrifspjald og skrifað hljóðið/stafinn sem kennarinn er að leita eftir.

Myndir