Hvaða stafur er skrifaður á bakið á þér?
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja lykilstafinn.
Framkvæmd
Nemendur liggja á gólfinu eða beygja sig á grúfu. Kennarinn gengur á milli barnanna og skrifar lykilstafinn á bakið á þeim. Þegar kennarinn hefur skrifað lykilstafiðnn á bakið á öllum nemendum reisa þeir sig við og segja öll saman með kennaranum hljóðið sem stafurinn segir. Nemendur og kennari æfa sig í hljóðinu áður en leikurinn er endurtekinn með annan staf sem verið er að þjálfa.