Hvar er, hvar er ???
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja lykilstafinn og hljóð hans og form.
Áhöld
Leikhringir, þeir stafir sem verið að vinna með í allskonar formum. Hlutir sem byrja á stafnum, orða sem byrja á stafnum. Auk þess eru líka hlutir, orð og stafir sem ekki tilheyra stöfunum sem verið er að vinna með!
Undirbúningur
Stórum leikhringjum dreift um svæðið. Hlutir, orð og stafir sem verið er að vinna með og hlutir sem ekki er verið að vinn með eru sett i hringina til flækja leikinn. Einn hlutur, orð eða stafur í hvern hring.
Framkvæmd
Nemendur hreyfa sig frjálst, eftir ákveðnum ferðamátum eða dansa um svæðið. Kennarinn stoppar nemendur og spyr spurninga sem hæfa lykilstafnum og hljóðum hans. Nemendur fara að þeim hring og fara svo aftur í hreyfingu.
Dæmi um spurningar sem hæfa.
a) Kennarinn segir lykilhljóðið skýrt og spyr nemendur hvort að þeir rati að réttum staf eða hlut sem byrjar á hljóðinu.
b) Kennarinn segir orð sem byrjar á lykilhljóðinu og nemendur eiga að fara að réttum stað.