Hver er á myndinni? Fremsti stafur í nafni hópfélaga
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja fremsta staf í nafni hópfélaga og hljóð hans.
Áhöld
Leikhringir, stafir, myndir af nemendum.
Undirbúningur
Kennarinn setur eins marga leikhringi á gólfið og nemendur eru margir. Leggur fyrsta staf hvers þeirra inn í hringina. Einn stafur í hvern hring.
Framkvæmd
Tónlist er spiluð og nemendur dansa og hreyfa sig eða herma eftir kennaranum með æfingar. Þegar tónlistin er stöðvuð sýnir kennarinn nemendum mynd af einu barninu og þau eiga að fara með annan fótinn á þann hring sem er með fyrsta staf í nafni barnsins á myndinni.
Leikurinn er endurtekinn þar til kennarinn hefur sýnt myndir af öllum nemendum í hópnum.
Afbrigði
Kennarinn leiðir leikinn heim og segir t.d.: „Hvað segir stafurinn hennar Siggu? SSSSSS. Þekkjum við fleiri orð sem byrja á þessum staf/hljóði? ”