Lesa, hoppa og telja atkvæði – ÞRAUTABRAUT

Með september 21, 2018
Námsmarkmið

Nemendur æfa sig í að lesa orð og telja atkvæði

Áhöld

Orð eða mynd af orði og pönnukökur.

Undirbúningur

Orð eða mynd af orði er sett fyrir framan nokkrar pönnukökur sem er raðað í röð.

Framkvæmd

Nemendur lesa orðið eða skoða myndina. Dæmi ef orðið er peli, þá hoppar nemandinn á fremstu pönnukökuna og segir: „pe” og á þá næstu og segir: „li”. Þá sér hann að orðið peli er tvö atkvæði.

Kennarinn

Kennarinn stendur við hliðina á nemandanum og leiðbeinir ef þarf.

Afbrigði

Fyrir aftan pönnukökurnar er hægt að hafa skrifspjald sem nemandinn skrifar orðið á.

Myndir